GEDA flutningslyftur

GEDA flutningslyfta

Erlendis hafa helstu flutningsfyrirtækin valið að nota GEDA flutningslyftur af gerðunum Standard, Comfort og Perfect.

Stærsti kosturinn við þessar flutningslyftur er að hægt er að flytja þær í sama bíl og búslóðina. Það er hægt vegna þess að mjög auðvelt er að taka lyftuna í sundur og setja saman. Auk þess er svo hægt að nota lyftuna til að flytja húsgögn og fleiri innanstokksmuni upp á 4. eða 5. hæð í fjölbýlishúsi.

Lyftan er mjög nett svo það er nóg pláss fyrir þessa lyftu við jafnvel erfiðustu aðstæður, s.s. í bakgörðum eða öðrum plásslitlum stöðum.

Auðvelt er að taka Geda flutningslyftur í sundur og setja aftur saman án nokkurra verkfæra.

Hægt er að velja á milli þess að hafa fastan pall eða snúanlegan.

Ýmsir aukahlutir, s.s. stillanlegir fætur, handvirkt spil, hallandi braut, topphluti með stýringu, flutningskassar o.fl., auka notagildi lyftunnar.

Bæklingur

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA REMOVAL HOIST 200 “Standard” (einn hraði) GEDA REMOVAL HOIST 250 “Comfort” (tveir hraðar) GEDA REMOVAL HOIST 250 “Perfect” (með hægu starti)
Farmur Efni Efni Efni
Burðargeta 200 kg 250 kg 250 kg
Hámarkshæð 13 m 18.3 m 18.3 m
Vinnuhraði 25 m/min 15 m/min / 30 m/min 0 m/min / 15 m/min / 30 m/min
Raforkunotkun 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 0.6 kW / 1.2 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 1.5 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A

GEDA LIFT 200 standard / 250 comfort / fixlift 250

GEDA hefur framleitt hallandi flutningslyftur í áratugi. Áreiðanleiki og öryggi þeirra hefur tryggt þeim sess sem uppáhald starfsmanna við vinnu á þökum og í byggingarvinnu.

Þessar ál-lyftur hafa nú þegar sannað gildi sitt við mismunandi verk. Þær eru einföld, fljótleg og örugg lausn fyrir flutninga vegna innivinnu, uppgerðar eða viðgerðar á flötum þökum. GEDA býður upp á viðeigandi burðareiningu fyrir hvaða tegund af byggingarefni sem er og fyrir hvað notkun sem er. Sparið tíma og styrk með notkun GEDA.

Hin tveggja hraða GEDA Fixlift 250, sem er fáanleg auk eins hraða 200 Standard og 250 Comfort, er í uppáhaldi þeirra sem sinna þakvinnu.

Burðargetan veltur á hvaða stigabrautir eru notaðar, hver hallinn er og hver heildarlengd brautanna er. Hægt er að velja um tvær tegundir stigabrauta:

– stigabraut fyrir 150/200 kg
– styrkt stigabraut með burðargetu upp á 200/250 kg

Bæklingur

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA LIFT 200 STANDARD GEDA LIFT 250 COMFORT GEDA FIXLIFT 250
Farmur Efni Efni Efni
Burðargeta 200 kg 250 kg 250 kg
Hámarkshæð 19 m 19 m 19 m
Vinnuhraði 25 m/min 30 m/min 19 m/min / 38 m/min
Raforkunotkun 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 1.3 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 0.6 kW / 1.2 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A

GEDA Lyfta fyrir sólar panela

GEDA Solarlift, sem er mjög fjárhagslega hagkvæm, er hönnuð fyrir auðvelda, hraða og umfram allt örugga flutninga á sólarpanelum. Þetta er hægt þar sem sérhannaður pallur lyftunnar virkar sem burðareining.

Auk GEDA Lift 200 Standard og GEDA Lift 250 Comfort, báðar eins hraða, getum við einnig boðið upp á Fixlift 250 með tveimur hraðamöguleikum.

Burðargetan veltur á hvaða stigabrautir eru notaðar, hver hallinn er og hver heildarlengd brautanna er. Hægt er að velja um tvær tegundir stigabrauta:

– Stigabrauta fyrir 150kg/200kg.
– Styrkt stigabraut með burðargetu upp á 200/250kg.

GEDA Solarlift er mjög nett og sveigjanleg. Fyrir vikið er hægt að koma henni að á stöðum sem eru ekki mjög aðgengilegir.

Aðrir kostir GEDA Solarlift:

– Fljótleg og auðveld samsetning
– Þarf lítið geymslurými
– auðveldur flutningur, þar sem einfalt er að taka lyftuna í sundur

Bæklingur

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA LIFT 200 STANDARD GEDA LIFT 250 COMFORT GEDA FIXLIFT 250
Farmur Efni Efni Efni
Burðargeta 200 kg 250 kg 250 kg
Hámarkshæð 19 m 19 m 19 m
Vinnuhraði 25 m/min 30 m/min 19 m/min / 38 m/min
Raforkunotkun 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 1.3 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 0.6 kW / 1.2 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A

GEDA Brekkulyfta

Fólk sem býr í húsum ofan við brekkur eða þar sem aðgengi er erfitt þurfa oft að klást við þann vanda að flytja vörur eða efni að húsinu.

Með GEDA Brekkulyftu er þetta ekkert mál! Þessi litla, öfluga en, umfram allt, meðfærilega lyfta gerir þér kleyft að flytja allt að 200 kg í hverri ferð án nokkurrar fyrirhafnar.

Hægt er að nota lyftuna við nánast allar aðstæður, sama hver hallinn er. Hægt er að fá stigabrautina í allt að 80m lengd.

Hægt er að stýra brekkulyftunni bæði að ofan- og neðanverðu.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA SLOPELIFT 200 STANDARD GEDA HANGLIFT 250 COMFORT
Farmur Efni Efni
Burðargeta 200 kg 250 kg
Hámarkslengd 80 m 80 m
Vinnuhraði 25 m/min 30 m/min
Raforkunotkun 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 1.3 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A

GEDA Bjórlyfta

Eigendur hótela, veitingastaða og bara þurfa oft að standa í flutningum á bjórtunnum og kössum til geymslu í kjöllurum eða neðri hæðum.

Við flutninga á drykkjunum til og frá hæðum geta tunnurnar skemmst. Oft er stigi eina flutningsleiðin. Fyrir vikið er starfsfólk sem sér um flutningana oft í meiri áhættu en þörf er á.

GEDA bjórlyftan, sem er sérhönnuð fyrir þessa flutninga, mun auðvelda alla flutninga og gera þá algjörlega áhættulausa. Þetta hlífir bæði starfsfólki og drykkjunum sjálfum.

Geda bjórlyftan er mjög nett og tekur lítið pláss. Hægt er að setja hana upp samsíða stigum.

Tæknilegar upplýsingar

Farmur Efni
Burðargeta 200 kg
Vinnuhraði 25 m/min
Raforkunotkun 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A

geda-logo