buslodaflutningar-flutningslyfta-hoist-vinnulyftur
1
GEDA Star víraspil sem gengur fyrir 230v rafmagni (16A öryggi). Hægt er að velja um tvo hraða: 15m á mín eða 30m á mín. Til samanburðar er meðalhraði við að ganga upp stiga 6m á min
2
Snúnings burðarpallur sem hægt er að stilla eftir halla stigans. Hægt er að leggja hliðar pallsins niður til að stækka grunnflötinn. Snúningurinn gerir þér kleift til að lesta og losa vöruna á auðveldari máta.
3
Burðargeta upp að 250 kg, sem ætti að vera næg burðargeta til að geta flutt allra þyngstu innanstokksmuni í hefðbundnum búslóðaflutningum
4
Léttur álstigi sem einfalt er að setja upp. Ekki þarf nein verkfæri til að setja lyftuna upp eða taka niður
5
Kemur í veg fyrir mikinn burð upp og niður stiga, sem (ásamt bjór og pizzu) ætti að auðvelda fólki að fá ættingja og vini til að hjálpa til við flutninginn
6
Með hraðari flutningsmöguleika sparast tími við að lesta flutningabílinn og þar af leiðandi lækkar kostnaður við flutninga
7
Minni burður dregur verulega úr líkum á því að vörubílstjórinn fái hjartaáfall

Búslóðaflutningar með lyftu

Búslóðaflutningar-geda-hoist-vinnulyftur-7

GEDA lyfta til búslóðaflutninga

Erlendis hafa helstu flutningsfyrirtækin valið að nota GEDA búslóaflutnings lyftuna af gerðunum Standard, Comfort og Perfect.

Stærsti kosturinn við þessar búslóðaflutnings lyftu er að hægt er að flytja þær í sama bíl og búslóðina. Það er hægt vegna þess að mjög auðvelt er að taka lyftuna í sundur og setja saman. Auk þess er svo hægt að nota lyftuna til að flytja húsgögn og fleiri innanstokksmuni upp á 4. eða 5. hæð í fjölbýlishúsi.

Lyftan er mjög nett svo það er nóg pláss fyrir þessa lyftu við jafnvel erfiðustu aðstæður, s.s. í bakgörðum eða öðrum plásslitlum stöðum.

Auðvelt er að taka Geda búslóðaflutnings lyftu í sundur og setja aftur saman án nokkurra verkfæra.

Hægt er að velja á milli þess að hafa fastan pall eða snúanlegan.

Ýmsir aukahlutir, s.s. stillanlegir fætur, handvirkt spil, hallandi braut, topphluti með stýringu, flutningskassar o.fl., auka notagildi lyftunnar.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA REMOVAL HOIST 200 “Standard” (einn hraði) GEDA REMOVAL HOIST 250 “Comfort” (tveir hraðar) GEDA REMOVAL HOIST 250 “Perfect” (með hægu starti)
Farmur Efni Efni Efni
Burðargeta 200 kg 250 kg 250 kg
Hámarkshæð 13 m 18.3 m 18.3 m
Vinnuhraði 25 m/min 15 m/min / 30 m/min 0 m/min / 15 m/min / 30 m/min
Raforkunotkun 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 0.6 kW / 1.2 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 1.5 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A