Lyftur fyrir byggingakrana

Aukin afköst og öryggi

Alimak TCL lyfta fyrir byggingakrana

ALIMAK TCL Lyftur fyrir byggingakrana

Alimak Hek kynnir nýja krana lyftu, ALIMAK TCL. Lyftan er hönnuð fyrir uppsetningu á fjölda krana sem nú þegar eru til á markaði frá fjölmörgum framleiðendum og af ýmsum gerðum. Alimak TCL hámarkar notkun kranans með því að auðvelda aðgengi að kranahúsi. Alimak TCL lyftan er fljótleg í uppsetningu utan á krananum og passar auðveldlega með eldri krönum án þess að einhverra breytinga sé þörf á turninum. Alimak TCL lyftan er rúmgóð og þægileg og með henni er aðgengi bætt verulega fyrir kranamenn auk viðgerða- og tæknimanna.

Fljótleg uppsetning

Með Alimak TCL kranalyftunni sjáum við algjörlega nýja hönnun sem býður upp á fljótlegustu uppsetningu sem sést hefur á markaðnum. Hönnunin gerir það kleift að meiri vegalengd er á milli festinga sem getur verið aðlöguð að hverjum turni. Fyrir vikið þarf færri festingar sem dregur verulega úr tíma við uppsetningu og þ.a.l. einnig tíma sem tapast við vinnu í krananum.

Alimak TCL er hönnuð til að passa utan á flestar tegundir krana og keyrir á turni og rekka úr endingargóðu galvaníseruðu stáli. Hönnunin á turninum og rekkanum er sveigjanleg að þörfum hverju sinni með götum og pinnum sem auðvelda alla uppsetningu. Það sama gildir um festingar við turninn, en þær eru stillanlegar til að passa við flestar gerðir krana sem eru starfandi í dag.

Aukin afköst

Alimak TCL kranalyftan er hönnuð með öryggi og þægindi kranamannsins í huga, ásamt auknum notkunarmöguleikum. Hún er fær um að flytja 2 farþegar (200 kg) í einu og býður upp á fljótlegan og vistvænan kost í öllum veðrum í stað hins hefðbundna stiga. Alimak TCL nær allt að 24 m hraða á mínútu og dregur þannig verulega úr þeim tíma sem tekur að klifra upp í kranahúsið. Með því fer minni tími til spillis vinnuafköst kranans aukast.

Öryggi

Þar sem engra breytinga er þörf á turnin kranans er einfalt að setja Alimak TCL lyftuna upp við eldri gerðir krana og er í fullu samræmi við EN 81-43 reglugerð um notkun á lyftum við krana. Alimak TCL er með vél- og rafknúnar læsingar á hurðum. Hægt er að snúa vagninum svo hurðin geti verið hvort sem er vinstra eða hægra megin. Þannig hentar lyftan við allar aðstæður á byggingasvæðum.

Festingar Lyftunnar og turna við byggingarkranan

Lyftan og turnarnir eru festir við möstrin á krananum og engin regla gildir um í hvaða hæð lyftan byrjar. Ef gengið er inn í lyftuna af húsþaki þar sem kraninn er reistur mun ofar, er lítið mál að láta lyftuna byrja í þeirri hæð og með því minnkað uppsetningu lyftunar og þ.a.l. tíma og kostnað við uppsetningu.

Festingin fyrir lyftuna er hönnuð til að passa á flestar gerðir krana sem nú eru í notkun.

Helstu kostir

  • Sterk og áreiðanleg hönnun, byggð á margra ára reynslu
  • Nettur turn og rekki úr endingargóðu, galvaniseruðu stáli
  • Fljótlegasta uppsetning utan á turnum sem er á markaðnum í dag. Mikil fjarlægð milli festinga dregur úr tíma við uppsetningu
  • Mikið rými í vagni
  • Hægt að nota með flestum tegundum krana sem eru í notkun í dag
  • Fjarlægð milli festinga er löguð að stigapöllum fyrir vistvæna uppsetningu
  • Hægt er að snúa vagni við svo hurð getur verið hvort sem er vinstra eða hægra megin, til að mæta mismunandi þörfum eftir aðstæðum
  • Mikið af aukuhlutum fáanlegir

Tæknilegar upplýsingar

Burðargeta 200 kg eða 2 manneskjur
Hraði 24 m/mín
Max. hæð 100 m*
Breidd og lengd að innanmáli 0,63 x 1,2 m
Dyraop 0,59 x 2,0 m
Mótor stýring Direct-on-line (DOL)
Fjöldi mótora 1 x 3,0 kw
Tegund masturs Tube mast
Stærð á masturseiningu 175 mm x 175 mm x 1508 mm
Tegund rekka 6

*hægt er að fá aukna hæð umfram 100m sé þess óskað.